KF áfram í toppbaráttunni eftir stórsigur á Fjarðabyggð

KF lék í dag við Fjarðabyggð á Ólafsfjarðarvelli í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn voru mun sterkari í leiknum og leiddu 2-0 í hálfleik með mörkum frá Sigurbirni Hafþórssyni og Milos Glogovac, fyrirliða.

KF bætti svo við tveimur mörkum í viðbót undir lok síðari hálfleiks, en það var sjálfur Þórður Birgisson sem átti þau bæði. Lokatölur 4-0 fyrir KF, og Fjarðabyggð fóru því tómhentir heim. Um 90 áhorfendur voru á leiknum á Ólafsfjarðarvelli.

KF er áfram í 4. sæti í 2. deild með 33 stig, einu stigi á eftir HK og KV.  Í næstu umferð mætast KF og HK á Kópavogsvelli og verður það algjör toppslagur og líklega verða síðustu leikirnir allir úrslitaleikir fyrir KF sem á góða von um að komast upp í 1. deild að ári.

Fyrri leik liðanna lauk 0-1 fyrir KF á Eskifjarðarvelli fyrr í sumar.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

1 Völsungur 18 11 4 3 29  –  18 11 37
2 KV 18 10 4 4 33  –  18 15 34
3 HK 18 10 4 4 36  –  22 14 34
4 KF 18 9 6 3 38  –  20 18 33