KF áfram bikarnum eftir stórsigur á Stólunum – Umfjöllun í boði Siglufjarðar apóteks

Umfjöllun um leiki Knattspyrnufélags Fjallabyggðar í vor og sumar verða í boði Siglufjarðar apóteks sem eru aðalstyrktaraðili.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mætti Tindastól á Sauðárkróksvelli í dag í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Liðin þekkjast ágætlega en liðin hafa mæst 11 sinnum á síðustu 9 árum og hafa yfirleitt verið miklir markaleikir.

KF stillti upp sínu sterkasta liði, en þó vantaði nýja erlenda leikmenn og bakvörðinn sterka Hákon Leó. Tindastóll stillti upp frekar ungu liði en þar er mikil uppbygging í gangi. Markvörðurinn í liðinu er aðeins 17 ára og var yngsti maður vallarins í byrjunarliðinu.

Það var ekki mikið um tækifæri fyrstu 25 mínúturnar, en KF náði yfirhöndinni þegar leið á leikinn. Sævar Þór Fylkisson kom KF yfir á 36. mínútu með góðu marki og var staðan orðin 0-1. Skömmu fyrir leikhlé skoraði Sævar sitt annað mark og fór KF með þægilega 0-2 stöðu inn í hálfleik.

Stólarnir skiptu um markmann í hálfleik, líklega fyrirfram ákveðin skipting. KF byrjaði síðari hálfleik vel og skoruðu strax á 53. mínútu þegar Marinó Snær Birgisson skoraði og staðan orðin 0-3.

KF gerði þrjár skiptingar þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum og skilað það sér fljótt í fjórða marki leiksins, en Ingvar Gylfason skoraði á 87. mínútu og gulltryggði stórsigur KF, staðan 0-4.

Fleiri urðu mörkin ekki og vann KF leikinn örugglega, 0-4 og mæta þeir Magna í næstu umferð.

Gæti verið mynd af 8 manns, people standing og gras