Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík sendu þrjú sameiginleg lið á ReyCup knattspyrnumótið í Reykjavík sem fram fer þessa dagana. Liðin spila undir merkinu KF/Dalvík, eitt kvennalið í 4. flokki og tvö drengjalið í 4. flokki.
Stelpurnar keppa í flokki C-liða og léku við KR í morgun og endaði leikurinn 5-3 fyrir KR og var mikill markaleikur. KF/Dalvík stelpurnar léku svo síðar í dag við Breiðablik og áttu góðan leik en leikurinn sjálfur var frekar jafn og endaði 1-1. Mark KF/Dalvíkur kom eftir fyrirgjöf frá kanti og kláruðu færið vel fram hjá markmanninum. Breiðablik hafði komist yfir skömmu áður með marki innan úr teignum. Mikil barátta hjá stelpunum í þessum leik og allt gefið í leikinn. Mömmurnar á hliðarlínunni létu líka í sér heyra og studdu vel við stelpurnar.
4. flokkur drengja í B-liðinu keppti við Þrótt-2 í dag og var mikil markaveisla, lokatölur 9-4 og var nóg að gera hjá markvörðum liðanna í leiknum.
C-lið 4. flokkar KF/Dalvíkur lék tvo leiki í dag. Liðið lék við Vestra sem var mjög vel skipað af stórum og sterkum strákum sem erfitt var að eiga við. Vestra strákarnir sigruðu 3-0 og voru tvö markanna langskot yfir markmann KF/Dalvíkur, sem bjargaði þó oft glæsilega í leiknum. Strákarnir áttu samt góða spretti í leiknum og áttu nokkur tækifæri í teig Vestra sem ekki nýttust.
C-liðið lék einnig við KR í dag, og endaði leikurinn 4-2 fyrir KR strákana.
B-lið KF/Dalvíkur átti svo leik við Val seint í dag og var þeim dæmdur sigur 3-0 þar sem Valur mætti ekki til leiks vegna sóttkvíar.