Kertasala í kirkjugarðinum í Ólafsfirði

Á gamlársdag, fimmtudaginn 31. desember, verður hefðbundin kertasala í kirkjugarðinum í Ólafsfirði milli kl. 14.00-16.00.
Á sama tíma verður opið í Ólafsfjarðarkirkju fyrir þá sem vilja eiga minningarstund og tendra ljós.
Klukkan 18.00 á gamlársdag verður svo helgistund Ólafsfjarðarkirkju send út á fésbókinni.