Í dag, sunnudaginn 12. nóvember verður kertamessa kl. 17.00 í umsjá sr. Stefaníu Steinsdóttur, sóknarprests úr Ólafsfjarðarprestakalli. Ekkert barnastarf verður í dag í Siglufjarðarkirkju, af óviðráðanlegum orsökum, og eins er með 26. nóvember.

Næsta samvera kirkjuskólans á Siglufirði verður því ekki fyrr en 19. nóvember og svo verða tvær á aðventunni, 3. og 10. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Siglufjarðarkirkju.

Í Ólafsfjarðarkirkju hefst sunnudagaskólinn í dag kl. 11:00.