Keppt hefur verið um besta síldarréttinn á Siglufirði síðustu fjögur árin um verslunarmannahelgina, en það er Rauðka sem stendur fyrir þessum skemmtilega viðburði. Laugardaginn 2. ágúst verður hægt að koma sínum uppáhalds síldarrétti fyrir dómnefnd og hlýtur sigurvegarinn veglega matarveislu með sérvöldum vínum fyrir tvo á Hannes Boy. Dæmt verður eftir framsetningu, útliti og bragði.