Keppendur frá Fjallabyggð á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Í dag lagði Íslenski hópurinn í alpagreinum og skíðagöngu af stað til Brasov í Rúmeníu til að taka þátt í Ólympiuhátið Evrópuæskunnar. Skíðafélag Ólafsfjarðar á tvo keppendur í Íslenska hópnum, Alexía María Gestdóttir keppir í alpagreinum og Jónína Kristjánsdóttir keppir í skíðagöngu. Kristján Hauksson er þjálfari fyrir skíðagönguhópinn. Keppnin hefst á mánudaginn kemur.

Aðrir keppendur í alpagreinum eru: Thelma Rut Jóhannsdóttir SFÍ, Auður Brynja Sölvadóttir SKA, Ragnheiður Pétursdóttir SKRR, Kristinn Auðunsson SKRR, Jón Elí Rúnarsson Breiðablik, Sigurður Pétursson SKRR og Arnór Reyr Rúnarsson Dalvík. Keppendur í skíðagöngu auk Jónínu eru: Hákon Jónsson SFÍ, Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson SKA og Elena Dís Víðisdóttir SFÍ. Einnig keppir Agnes Dís Brynjarsdóttir í listhlaupi á skautum.

Heimasíða fyrir mótið má sjá hér.