Kennsla á nýja hraðbanka á Sauðárkróki

Arion banki á Sauðárkróki býður upp á hraðþjónustunámskeið miðvikudaginn 11. febrúar.

Á námskeiðinu fer starfsfólk okkar yfir möguleika Arion appsins, netbankans og nýju hraðbankanna og hvernig hægt er að nýta þessar þjónustuleiðir sem best til að bæta yfirsýn, spara tíma og sækja þá þjónustu sem hentar.

Námskeiðið fer fram í útibúi bankans og stendur frá kl. 17 – 19.

Hægt er að koma með sína eigin tölvu og síma en á staðnum verða einnig í boði nokkrar tölvur sem hægt er að nota.

Ekki þarf að skrá sig á námskeiðið og eru allir viðskiptavinir velkomnir.