Kennari Menntaskólans á Tröllaskaga hlýtur styrk til að þróa námsefni

Ida Marguerite Semey spænskukennari Menntaskólans á Tröllaskaga fékk styrk úr þróunarsjóði námsefnis hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til að þróa námsefni um stafrænt læsi. Ida kennir spænsku við Menntaskólann á Tröllaskaga og hefur skoðað læsi á breiðum grunni við kennslu sína.

Stafrænt læsi er líklega eitt mikilvægasta viðfangsefnið í skólum í dag því með því að lesa mismunandi miðla þurfa nemendur að þjálfa ólíka þætti því sem áður hefur tíðkast. Við erum stolt af því að kennari okkar er brautryðjandi á þessu sviði og hefur hlotið viðurkenningu á störfum sínum með þessum styrk.

Varla er hægt að hugsa sér að kenna eða læra tungumál án þess að kynnast menningu tungumálasvæðis þess. Þegar kemur að læsi í hinum stafræna heimi og þá sérstaklega læsi myndefnis, hvort sem það eru ljósmyndir eða hreyfimyndir eða hvort tveggja, er nauðsýnlegt að læra að lesa og skilja þann framandi texta sem felst í myndefninu.
Mikilvægt er að staldra við og hanna lærdómsferlið sem liggur að baki notkunar myndefnis í tungumálanámi.
Læsi á myndefni er í brennidepli. Unnið verður út frá þeirri hugmynd að skoða raunverulegt myndefni (hreyfimyndir og ljósmyndir) sem valið hefur verið til að nota í spænskukennslu. Leitast verður eftir að efla læsi nemenda á spænsku og á hinum spænskumælandi heimi í gegnum myndefnið.
Settar verða fram saman tillögur að lærdómsferlum fyrir grunnáfanga í spænskunámi á meðan og eftir að horft er á hreyfimyndirnar.

Markmið lærdómsferlana er tvíþætt að:
1. Auka læsi nemenda á myndefninu og um leið að hvetja þá til að nota málinu í eigin myndbandaframleiðslu.
2. Hanna kenslufræðilega ferlar handa kennurum þar sem markviss og meðvituð notkun mynda í kennsluumhverfinu leiðir til aukins læsis nemenda og um leið kennara. Notkun myndefnis mun þannig leiða til aukins skilnings á framandi menningu sem eigin menningu og tjáskiptaheimi.

Heimild: mtr.is