Kennarar grunnskólans kvöddu með söngi

Á skólaslitum yngri deildar Grunnskóla Fjallabyggðar buðu kennarar og starfsmenn skólans börnunum upp á frábært söngatriði í Siglufjarðarkirkju. Kennararnir og starfsmenn sungu Bee Gees lagið Nights on Broadway undir gítarleik og aðalsöngvara. Starfsmenn og kennarar mynduðu svo frábæran kór og sungu lagði við heimagerðan íslenskan texta. Hægt er að sjá myndbandið á Youtube.