Kennarar frá MA heimsóttu MTR

Kennarar frá Menntaskólanum á Akureyri heimsóttu Menntaskólann á Tröllaskaga í vikunni og kynntu sér náms- og kennsluhætti skólans. Þar kynntu Lára Stefánsdóttir skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari skólaskipanina og námsfyrirkomulagið og hugmyndafræðina að baki skólanum.
Þetta voru kennarar í náttúrulæsi og menningarlæsi sem kenna saman greinar til dæmis í náttúrulæsi jarðfræði og líffræði ásamt íslensku og í menningarlæsi eru þau að kenna saman sögu og samfélagsfræði ásamt íslensku. Menntaskólinn á Akureyri hefur einmitt þróað samþættingu greina á fjölbreyttan og athyglisverðan hátt.

Hópurinn borðaði á Kaffi Klöru og fór svo í kynnisferð um skólann og var litið inn í kennslustofur, vinnurými og félagsaðstöðu. Framundan er að efla samstarf skólanna á svæðinu og þessi kynnisferð gaf ýmar góðar hugmyndir sem nýtast munu þar.