Varmahlíðarskóli óskar eftir að ráða í eftirtaldar kennarastöður:
Smíðakennari: Um er að ræða 60% starfshlutfall, frá og með 1. ágúst 2014.
Íþróttakennari: Um er að ræða 100% starfshlutfall, frá 15. ágúst til 1. desember 2014. Tímabundin ráðning, vegna fæðingarorlofs.
Umsjónarkennari í 9. bekk: Um er að ræða 80% starfshlutfall, frá 1. ágúst til 15. júní. Tímabundin ráðning, vegna fæðingarorlofs. Kennslugreinar: m.a. samfélagsfræði og íslenska.
Hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
- Faglegur metnaður.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
- Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. júní 2014.
Sótt er um störfin á heimasíðu Sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Á. Freyja Friðbjarnardóttir, skólastjóri í síma 455-6023 eða með því að senda fyrirspurn á freyja@varmahlidarskoli.is