Kemst KF úr fallsæti?

KF tekur á móti BÍ/Bolungarvík í kvöld á Ólafsfjarðarvelli í 17. umferð 1. deildar karla. Með sigri kemst KF upp fyrir Þrótt sem er með 17 stig og tapaði sínum leik í umferðinni. BÍ vann fyrri leik liðanna 2-1 fyrir vestan. Eftir þennan leik eru aðeins fimm leikir eftir af mótinu. Leikurinn hefst kl. 18:30.