KEA hamborgarahryggurinn bestur að mati DV

Hamborgarhryggurinn frá KEA hefur verið valinn sá besti í árlegri smökkun DV en hann fékk 8,2 í einkunn af 10 mögulegum. Hryggurinn frá Krónunni varð í öðru sæti og Nóatúnshryggurinn í því þriðja.

Tólf hamborgarhryggir voru smakkaðir en DV fékk valinkunna matreiðslumenn til að dæma þá.

Fimm manna dómnefnd var valin til að velja besta kjötið í ár en hana skipuðu: Gissur Guðmundsson, matreiðslumeistari og forseti alheimssamtaka matreiðslumanna, Úlfar Finnbjörnsson, fyrrverandi kokkalandsliðsmaður, Sigurður Kristinn Haraldsson, matreiðslumaður ársins 2011 og keppandi á móti matreiðslumanna Norðurlanda 2012 og Bocuse d´Or árið 2013, Jóhannes Stefánsson, einn reyndasti matreiðslumaður landsins og eigandi veitingastaðarins Múlakaffis, og Logi Brynjarsson, yfirmatreiðslumaður á Höfninni og meðlimur í ungliðalandsliðinu.

heimild: DV.is