Kayak- og sæþotuferðir í Fjallabyggð

Afþreying fyrir ferðamenn hefur verið að aukast síðustu árin í Fjallabyggð, og nú er orðið vinsælt að fara á kayak á Siglufirði og á sæþotum um Ólafsfjörð.  Ferðaþjónustufyrirtækið Top mountaineering á Siglufirði býður upp á kayak ferðir um Siglufjörð með leiðsögn þar sem hægt er að fara um fjörðinn í 2ja-3ja tíma ferðum. Allur búnaður er útvegaður. Sama fyrirtæki býður einnig upp á báta- og gönguferðir í Fjallabyggð.

Í Ólafsfirði er fyrirtækið Fairtale at Sea sem bíður upp á stórbrotnar ferðir um Ólafsfjörð á Sæþotum. Ferðirnar taka frá 1,5-2,5 tíma og geta tveir verið saman á einni sæþotu.