Kaupfélagið á Hofsósi opnar aftur eftir endurbætur

Í gær opnaði að nýju verslun KS í húsnæði Kaupfélagsins á Hofsósi, eftir miklar endurbætur á húsnæðinu. Eldur kom upp í versluninni þann 20. maí 2011 og nokkrum dögum síðar var hún komin í bráðabirgðahúsnæði Björgunarsveitarinnar Grettis, þar sem hún var í tæp tvö ár. En í dag er verslunin komin í upprunalegu húsnæði. Opið verður virka daga frá 10-22, laugardaga frá 11-21 og sunnudaga frá 12-21.

Eftir eldinn var allt ónýtt að innan og þurfti því að endurnýja allt þar, og einnig var húsnæðið tekið í gegn að utan.  Nýr útibússtjóri er í versluninni, Árni Bjarkason að nafni.