Kaupfélag Skagfirðinga úthlutar menningarstyrkjum

Nýlega var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Alls hlutu 24 aðilar styrki til menningarverkefna eða menningarstarfsemi. Styrkirnir eru veittir tvisvar á ári. Skíðafélag Ólafsfjarðar hlaut styrk vegna Sævars Birgissonar skíðagöngumanns.

Eftirfarandi aðilar hlutu styrki að þessu sinni:

Skagfirski kammerkórinn
Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps
Fjárstuðningur vegna söngdagskrár með lögum Geirmundar Valtýssonar er ber nafnið „Lífsdans Geirmundar Valtýssonar“.

Sönghópur félags eldri borgara
Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.

Rökkurkórinn
Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.

Kvennakórinn Sóldís
Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.

Kirkjukór Sauðárkrókskirkju
Fjárstuðningur vegna starfsemi kórsins.

Karlakórinn Heimir
Fjárstuðningur vegna mynddisk um frásögn Sturlungu af Örlygsstaðabardaga.

Árni Geir Sigurbjörnsson
Fjárstuðningur vegna söngnáms veturinn 2013-2014.

Sigfús Arnar Benediktsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
Fjárstuðningur vegna útgáfu plötunnar „Tímamót-behind the mountains“.

Geirmundur Valtýsson
Fjárstuðningur vegna útgáfu jólaplötunnar „Jólastjörnur“.

Helgi Sæmundur Guðmundsson
Fjárstuðningur vegna útgáfu hljómplötu með hljómsveitinni Úlfur Úlfur.

Skíðafélag Ólafsfjarðar
Fjárstuðningur vegna Sævars Birgissonar skíðagöngumanns.

Sindri Rögnvaldsson
Fjárstuðningur vegna kostnaðar við að koma fyrir gestabók á toppi Glóðafeykis.

Ingibjörg K. Jónsdóttir
Fjárstuðningur vegna ritunar sögu gamla barnaskólans á Hlíðarhúsinu í Óslandshlíð og úr frá því sögu menntunar í Skagafirði.

Forlagið, bókaútgáfa
Fjárstuðningur vegna útgáfu bókarinnar „Listin að vefa“ eftir Ragnheiði Þórsdóttur.

Indriði R. Grétarsson
Fjárstuðningur vegna kaupa á mörkum fyrir bogfimi vegna Unglingalandsmóts 2014.

Lummudagar í Skagafirði
Fjárstuðningur vegna héraðshátíðar sem fram fer dagana 26-29. júní 2014.

Grundarhópurinn
Fjárstuðningur vegna menningarhátíðarinnar „Listaflóð á vígaslóð“.

Skotta kvikmyndafjelag
Fjárstuðningur vegna sjónvarpsmyndar um Þuríði Hörpu Sigurðardóttur á Sauðárkróki.

Félagsskapurinn Pilsaþytur
Fjárstuðningur vegna kynningar á íslenskum þjóðbúningum sem til stendur að halda í Sæluviku Skagfirðinga næsta vor.

Jón Ormar Ormsson
Fjárstuðningur vegna menningarmála.

Rósmundur Ingvarsson
Fjárstuðningur vegna söfnunar á örnefnum.

Krabbameinsfélag Skagafjarðar
Fjárstuðningur vegna starfsemi félagsins.

Hjálparstarf á vegum þjóðkirkjunnar í Skagafirði
Fjárstuðningur til stuðnings við hjálparstarf á vegum þjóðkirkjunnar í Skagafirði.