Kaupa öryggismyndavélar vegna skemmdarverka á skólalóð Dalvíkurskóla

Skólastjóri Dalvíkurskóla hefur óskað eftir að keypt verði öryggismyndavélakerfi á skólalóð Dalvíkurskóla að upphæð kr. 2.373.220. Borið hefur á skemmdarverkum á skólalóð, t.d. skorið á mörk á fótboltavelli, rúður brotnar, veggjakrot og almennur sóðaskapur.

Byggðarráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að myndavélakerfið verði keypt og sett upp á skólalóðinni.