Kastmót nr. 2 hjá UMF Glóa
Á heimasíðu Ungmennafélagsins Glóa á Siglufirði er greint frá því að Kastmót númer 2 þetta sumarið hafi verið haldið á dögunum og var keppt í kringlukasti og spjótkasti.
Keppendur voru 13 talsins og bættu margir afrek sín. Eitt aldursflokkamet féll að þessu sinni, þar var að verki Elín Helga Þórarinsdóttir sem bætti eigið met í kringlukasti í flokki 11-12 ára stúlkna. Hún kastaði 17.02 metra og bætti metið sem hún setti í Varmahlíð á dögunum um 9 sm. Þessi árangur skilar henni í 2. sætið á landinu í ár í flokki 12 ára stúlkna.
Heimild: umfgloi.123.is