Í dag verður þriðja kastmót Ungmennafélagsins Glóa á Siglufirði í sumar og verður það haldið á svæðinu við Mjölhúsið. Keppt verður í kúlu, kringlu og spjóti. Iðkendur fæddir 2001 og yngri mæta kl. 12.30 en þeir eldri kl. 13.15. Vonandi geta sem flestir mætt því nú fara að verða síðustu forvöð að bæta afrek sín þetta sumarið.

Heimild: umfgloi.123.is