Karlasveit Golfklúbbs Ólafsfjarðar í öðru sæti

Karlasveit Golfklúbbs Ólafsfjarðar lék í 2. deild í sveitakeppni GSÍ um síðastliðna helgi. Að lokum enduðu þeir í 2. sæti og endurheimtu þar með sæti sitt í efstu deild.
Sveitina skipuðu þeir Bergur Rúnar Björnsson, Fylkir Þór Guðmundsson, Grímur Þórisson, Ólafur Auðun Gylfason, Samúel Gunnarsson, Sigurbjörn Þorgeirsson, Sigurður Pétursson og Þorgeir Örn Sigurbjörnsson.

Kvennasveit Golfklúbbs Ólafsfjarðar lék  einnig í 2. deild í sveitakeppni GSÍ. Sveitin endaði í fimmta sæti. Sveitina skipuðu þær Björg Traustadóttir, Brynja Sigurðardóttir, Dagný Finnsdóttir, Matthea Sigurðardóttir, Rósa Jónsdóttir og Sigríður Guðmundsdóttir.

golf

golf-konur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir frá Facebooksíðu Golfklúbbs Ólafsfjarðar.