Karlamót Golfklúbbs Ólafsfjarðar

Karlamót Golfklúbbs Ólafsfjarðar verður haldið á Skeggjabrekkuvelli laugardaginn 28. júní næstkomandi.

Flokkar:

  • Karlaflokkur fgj. 0-24
  • Karlaflokkur fgj. 24.1-36

Verðlaun

Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin í hvorum flokki, punktakeppni með forgjöf. Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta skor í mótinu. Nándarverðlaun á 8 braut og lengsta teighögg á 9 braut.

  • 1. verðlaun:  Gjafabréf á Hótel Keflavík
  • 2. verðlaun:  7500 kr gjafabréf í Eagle golfverslun
  • 3. verðlaun:  5000 kr gjafabréf í Samkaup

Verðlaun fyrir besta skorið:  10000 kr gjafakort í Eagle golfverslun.  Veitingar í skála að móti loknu er innifalið í mótsgjaldi.