Karlakórinn í Fjallabyggð með tónleika

Karlakórinn í Fjallabyggð heldur tvenna tónleika í vikunni. Fyrstu tónleikarnir verða í Bergi Menningarhúsi á Dalvík, fimmtudaginn 14. maí kl. 20:30. Síðari tónleikarnir verða í Allanum á Siglufirði, laugardaginn 16. maí kl. 20:30.

Kórinn er skipaður rúmlega 20 söngmönnum úr Fjallabyggð og Fljótum. Sungin verða íslensk og erlend lög. Miðaverð er 2500 kr.

KKF Siglo