Vetrarstarf Karlakórs Fjallabyggðar hefst 18. september næstkomandi kl. 19:00. Fjórar kóræfingar eru að jafnaði í mánuði og framundan er spennandi starfsár hjá kórnum.
Æfingar fara fram í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga við Aðalgötu 27 á Siglufirði. Í kórnum eru 35 söngfuglar. Stjórnendur eru þau Edda Björk Jónsdóttir kórstjóri og Guðmann Sveinsson stjórnandi hljómsveit kórsins. Karlakór Fjallabyggðar auglýsir eftir áhugasömum og söngglöðum mönnum til liðs við þann flotta hóp sem fyrir er.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband á netfangið kor@kkf.is eða mæta á æfingu í létt spjall og raddprufu.
Samfélagsmiðlar kórsins:
