Í Fjallabyggð er nú verið að kanna hvort hægt sé að nýta affallsvatn sem kemur úr sundlauginni í Ólafsfirði til upphitunar á öðrum mannvirkjum í Ólafsfirði. Ef hægt verður að finna lausn á því verður eflaust hægt að spara töluverða peninga og nýta vatnið enn frekar.
Sundlaugin í Ólafsfirði er mjög barnvæn og skemmtileg laug fyrir ferðamenn og íbúa sveitarfélagsins.