Kaldasti ágústmánuður á Akureyri síðan 2005

Veðurstofa Íslands hefur greint frá því að ágústmánuður á Akureyri hafi verið sá kaldasti síðan árið 2005. Meðalhitinn á Akureyri í ágúst 2017 var 9,9 stig og -0.9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára.  Hiti var í lægra lagi á landinu í ágúst og mest um neikvæð hitavik þegar miðað er við síðustu tíu ár.  Hlýjast var á Austurlandi.

Á Akureyri mældist úrkoman í ágúst 44,4 mm og er það 30 % umfram meðallag áranna 1961-1990.  . Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 8 daga mánaðarins, 1 fleiri en í meðalári.

Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna júní-ágúst 10,5 stig, 0,6 stigum yfir meðallagi áranna 1961-1990, og -0.2 stigum undir meðalhita síðustu tíu ára.  Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 449 sem er 22 stundum undir meðallagi áranna 1961-1990 en 50 stundum færra en að jafnaði í sömu mánuðum síðustu tíu ára.