Eigendur Kaffi Klöru og Gistihús Jóa í Ólafsfirði hafa ákveðið að selja húsnæðið og reksturinn sem stendur við Strandgötu 2 í Ólafsfirði. Þarna er gott tækifæri og miklir möguleikar fyrir duglegt fólk enda vaxandi ferðamannastraumur í Fjallabyggð.  Vegna breyttra aðstæðna hjá eigendum er þetta nú til sölu.

Gistihús Jóa var opnað árið 2012 en var upphaflega byggt sem pósthús og símstöð. Gistihúsið tekur 12-13 manns í gistingu og eru herbergin alls sex. Kaffi Klara er á neðri hæð hússins var opnað árið 2013.

Eigendur eru hjónin Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Helgi Jóhannsson.

Gistihús Jóa