Kaffi- og gistihúsið Kaffi Klara í Ólafsfirði hefur verið auglýst til sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina ásamt öllu tilheyrandi. Húsið sjálft er byggt árið 1960 og er 357 m2., fastaeignamat hússins er rúmar 32 milljónir. Núverandi eigendur hafa rekið kaffihúsið og gistihúsið frá árinu 2016, en fyrri eigendur ráku gistihúsið frá árinu 2012 og kaffihúsið frá árinu 2013.

Húsið stendur við Strandgötu 2 og er í hjarta bæjarins. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja vera í eigin rekstri í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar á fasteignavef mbl.is