Kaffi Klara bætir við fjölskylduherbergi

Gistihúsið Kaffi Klara í Ólafsfirði hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa sumarið og gera smá breytingar á herbergjum gistihússins. Búið er að setja lítið eldhús í minnsta herbergi gistihússins og að auki er búið að bæta við öðru stóru fjölskylduherbergi. Það verður því hægt að bóka tvö fjögurra manna fjölskylduherbergi í Ólafsfirði í sumar.

Alls eru 5 herbergi og eitt sameiginlegt baðherbergi auk snyrtingar. Herbergin eru einstaklings, tveggja manna og fjölskylduherbergi.

Það eru 1 einstaklingsherbergi, 2 tveggja manna herbergi og tvö fjölskylduherbergi. Í öllum herbergjum eru uppábúin rúm og handklæði.

Á heimasíðu Kaffi Klöru er núna komið pakkatilboð fyrir sumarið 2021 og þar eru einnig nánari upplýsingar.

Nú er bara að panta sér gistingu fyrir sumarið, og skoða hvað Fjallabyggð hefur uppá að bjóða.

May be an image of innanhúss
Myndir frá Kaffi Klöru.

May be an image of innanhúss