Kaffi Hjalteyri

Opnað hefur verið nýtt kaffihús á Hjalteyri. Ber það nafnið Kaffi Hjalteyri.

Kaffihúsið verður opið í allt sumar frá kl. 12-23 alla daga.

Þar verður boðið upp á plokkfisk, fiskisúpu, kaffi, kökur og kræsingar.

Bryddað verður upp á ýmiskonar uppákomum, t.d. pizzukvöld.

Rekstaraðilar eru þau Eva Dröfn Þorvaldsdóttir og Bjarki Guðmundsson.