Kaffi Bjarmanes á Skagaströnd til leigu

Sveitarfélagið Skagaströnd auglýsir eftir umsóknum um að leigja og reka Kaffi- og menningarhúsið Bjarmanes á Skagaströnd.

Húsið er laust til afnota og í því er búnaður til reksturs kaffihúss. Bjarmanes er fallegt steinhús, byggt 1913 en var allt endurbyggt 2004, og hefur þann einstaka anda sem einkennir mörg gömul hús. Það stendur miðsvæðis með góðu útsýni yfir höfnina og Húnaflóann.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Skagastrandar.

kaffi bjarmanes