Kabarett sýndur á Akureyri

Söngleikurinn Kabarett eftir Joe Masteroff verður frumsýndur í Samkomuhúsinu á Akureyri á morgun, föstudaginn 26. október. Uppselt er á frumsýninguna og einnig sýningu nr. 3.

Leikstjóri Kabaretts er Marta Nordal en með aðalhlutverk fara Andrea Gylfadóttir, Birna Pétursdóttir, Hákon Jóhannesson, Hjalti Rúnar Jónsson, Jóhann Axel Ingólfsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Karl Ágúst Úlfsson.

Söngleikurinn Kabarett var frumfluttur á Broadway árið 1966 og naut strax mikillar hylli. Síðar sló kvikmynd Bob Fosse með Lizu Minelli í aðalhlutverki, umsvifalaust í gegn og hlaut átta Óskarsverðlaun árið 1973.

Kabarett er beittur og tælandi söngleikur sem á brýnt erindi við samtíma okkar.  Miðaverð er 7900 kr og er hægt að nálgast miða á mak.is.

Dagsetningar og tími:
26.10.2018 – kl. 20:00
27.10.2018 – kl. 20:00
01.11.2018 – kl. 20:00
03.11.2018 – kl. 20:00
08.11.2018 – kl. 20:00
09.11.2018 – kl. 20:00