KA vann Þrótt á Akureyri

KA vann stórsigur á Þrótti frá Reykjavík í kvöld í 1.deild karla en lokatölur urðu 4-1. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir KA en Haukur Hauksson skoraði tvo fyrstu mörkin fyrir KA. Guðmundur Steingrímsson kom KA – 3-0 á 73 mínútu en Halli Hallssyni fyrirliða Þróttar ver vikið af leikvelli á 60 mínútu. Sveinbjörn Jónasson minnkaði muninn fyrr Þrótt á  á 77 mínútu. KA gerði svo út um leikinn í uppbótartíma með marki frá Daniel Howell.

KA er í 8. sæti með 20 stig en Þróttur í því 5. með 23 stig.