KA tapaði fyrir Fjölni í kvöld á útivelli

Í 1.deild karla í knattspyrnu í kvöld kepptu Fjölnir og KA á Fjölnisvelli í Grafarvogi. Það er skemmst frá því að segja að Fjölnir vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gunnari Gunnarssyni og tvö frá Bjarna Gunnarssyni.  Gunnar skoraði á 27. mínútu og Bjarni bætti við á þeirri 29. mínútu og staðan því 2-0 í hálfleik fyrir heimamenn. Á 83. mínútu bætti Bjarni svo við sínu öðru marki og gulltryggði 3-0 sigur Fjölnismanna á KA í kvöld.

KA menn eru í 8. sæti með 20 stig en Fjölnir er komið í 3. sætið með 30 stig, fimm stigum á eftir Selfossi. KA spilar við Gróttu á útivelli n.k. laugardag.

215 manns voru á leiknum í kvöld og dómari var Þórður Gylfason.