Það voru heimamenn í Fjallabyggð sem tóku öll þrjú stigin á Ólafsfjarðarvelli í dag, en þar mættust KF og KA.  Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 en í síðari hálfleik settu heimamenn þrjú mörk gegn engu, og úrslitin 4-1 fyrir KF. Sannkallaður stórsigur á KA mönnum og heimavöllurinn gríðarlega sterkur hjá KF. 270 áhorfendur voru á vellinum í dag.

Nánari lýsingu má lesa á kfbolti.is hér.  Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.