KA frestar æfingum fyrir 14 ára og yngri til fimmtudags

Allar æfingar fyrir 14 ára og yngri í handbolta, fótbolta, júdó og blaki hjá KA á Akureyri eru komnar í bið fram á fimmtudag vegna stöðu Covid smita í samfélaginu.
Það er miður að þurfa að grípa til þessara ráðstafana, en nauðsynlegt í ljósi aðstæðna.Þetta kemur fram í tilkynningu frá KA.
Covid ástandinu er ekki lokið og við þurfum áfram að takast á við stöðuna saman.
Æfingar 14 ára og yngri í bið