Jose Sito Seoane leikmaður Knattspyrnufélags Fjallabyggðar(KF) sumarið 2023 var í einkaviðtali hjá okkur á Héðinsfjörður.is í októbermánuði. Hann var staddur á Spáni þegar við heyrðum í honum. Sito kom óvænt til KF í lok júlí 2023 og spilaði 11 leiki í deildinni þar sem hann skoraði 8 mörk og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í deildinni. Hann fer aðeins yfir ferilinn með okkur og hvernig kom til að hann fór til Íslands til að spila fótbolta í 7 tímabil. Hann er ánægður að hafa náð að hjálpa KF að halda sér í deildinni og lagði sig allan fram. Þá er hann þakklátur fyrir fólkið í Fjallabyggð sem tók honum eins og heimamanni. Sito á glæsilegan feril á Íslandi, en hann hefur leikið 141 leik og skorað 43 mörk með nokkrum liðum. Þökkum Sito kærlega fyrir viðtalið og sendum honum okkar bestu kveðjur. Fleiri viðtöl við leikmenn KF má lesa hér.
English version below.
Viðtal: Jose Site Seoane – KF
Hvernig kom það til að þú byrjaði að spila á Íslandi með ÍBV árið 2015? Varstu með umboðsmann og vissir þú eitthvað um Ísland á þessum tíma?
“Ég heyrði fyrst frá ÍBV þegar ég var að æfa með danska liðinu Skive, en fyrrum umboðsmaður minn var fyrrum liðsfélagi Jóhannesar Harðarsonar sem var þjálfari ÍBV á þessumárum. Mér var því flogið yfir og eftir nokkra daga fékk ég tilboð frá ÍBV til að hjálpa þeim að bjarga sér úr fallbaráttunni, sem ég gerði glaður, og liðið bjargað sér þetta árið frá falli. Þetta reyndist góð ákvörðun hjá mér að fara til ÍBV bæði persónulega og fyrir ferilinn.”
Þú hefur spilað sjö tímabil á Íslandi, hélstu að þú myndir stoppa svona lengi þegar þú byrjaðir að spila fyrir ÍBV og síðar Fylki?
“Ég spilaði inn á milli líka í öðrum löndum, en ég endaði alltaf á að koma aftur til Íslands. Mér hefur alltaf liðið eins og heima hjá mér á Íslandi, og allir hafa komið vel fram við mig og mér liðið eins og ég væri á öruggum stað, sem er mér mikilvægt sem persónu og leikmanni. Ég sé núna fyrir mér að búa í framtíðinni á Ísland og vinna.”
Þú átt ekki skráða leiki á Íslandi árin 2017 og 2019, hvar varstu að spila og vinna þau ár?
“Eftir tímabilið mitt hjá Fylki árið 2016, þá fékk ég samning hjá liðinu Ottawa Fury í Kanada, en fyrrverandi þjálfarinn minn Austin Paul Daglish fékk mig þangað. Ég lék þar í nokkur tímabil þar til ég skrifaði undir samning hjá Grindavík í Pepsi-deildinni þar sem Óli Stefán Flóventsson var þjálfarinn.
Eftir tímablið hjá Grindfavík þá fékk ég tilboð frá Bandaríkjunum aftur, en nú var það glænýtt félag að nafni Chattanooga red Wolves”
Hvernig kom það til að þú komst til KF sumarið 2023? Þekktir þú til liðsins eða þjálfarans?
Ég þekkti Edu Cruz, þar sem við spiluðum saman í Grindavík á sínum tíma, og hann vissi stöðuna sem ég var í á Spáni, sem er nú leyst. En ég spilaði á Spáni frá janúar fram til maí til að halda mér ígóðu formi og hjálpa fjölskyldu minni. Hann nefndi það við mig ef mig langaði til að hjálpa KF í fallbaráttunni á Íslandi og koma aftur til Íslands í tryggt og gott umhverfi. En það var lykillinn að því að ég kom til KF. En eftir það gerðist allt hratt á tveimur dögum og það reyndist góð ákvörðun að koma til KF og við áttum gott tímabil með Dóra (Halldór Guðmundsson) sem þjálfara.
8 mörk í 11 leikjum með KF í sumar. Hversu mörg mörk taldir þú þig geta gert fyrir KF?
Sem leikmaður þá þá hef ég alltaf sama hugarfarið, sem er að æfa eins vel og ég get og hjálpaði liðinu eins og mögulegt er. Markmikið var skýrt en það var að hjálpa liðinu frá fallsvæðinu og halda því í deildinni. Ég er þakklátur að okkur tókst það sem liðsheild.”
Munt þú að spila fótbolta í vetur á Spáni eða í vinnu? Kemur þú til Íslands á næsta ári?
“Þrátt fyrir að ég hafi nokkur tilboð til að spila á Spáni, þá er minn aðal fókus núna að æfa vel með mínum einkaþjálfara og halda áfram að bæta mig til að komast í betra form fyrir framtíðina og fyrir næsta sumar.”
Hefur þú unnið aðrar vinnur með fótboltanum þegar þú hefur verið að spila á Íslandi?
“Já, ég vil alltaf hafa nóg að gera og hef verið að vinna meðfram því að spila fótbolta, hvort sem það er að þjálfa eða vinna í tenglsum við menntun mína, eða annarskonar vinnu sem hefur boðist til að hafa nóg að gera og sem ég tel vera góða fyrir mig, því það hjálpar mér að vera í takti við samfélagið.”
Áttu eitthvað uppáhalds mark fyrir KF?
“Ég verð að segja að fyrsti leikurinn sem ég spilaði gegn Völsungi í sumar á útivelli. En ástæðan sem ég segi þetta er að leikurinn var sex stiga leikur sem KF þurfti að vinna til að missa ekki liðin fyrir ofan of langt frá okkur. En ég vel fyrra markið í þessum leik hjá mér, en það hjálpaði liðinu að ná í öll þrjú stigin.” (Leiknum lauk með 2-3 sigri KF og Sito skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir KF.)
Ertu með venjur eða hefðir þegar þú ert að undirbúa þig fyrir knattspyrnuleik?
“Ég geri venjulega það sama, en það er aðalega að halda fókus varðandi næringu, vökva og svefn. Þar að auki nóttina fyrir leikdag og á leikdaginn sjálfan þá reyni ég að hugsa jákvætt en það hjálpar mér að gera mitt besta á leikdag.”
“Að lokum við ég segja það að ég skemmti mér vel að spila fyrir Norðan og heimamenn tóku mér mjög vel, eins og ég væri einn af þeim.”
English version:
Jose Sito Seoane, KF player in the summer of 2023, had an exclusive interview with us at Héðinsfjörður.is in the month of October.
He was in Spain when we heard from him. Sito unexpectedly arrived at KF at the end of July 2023 and played 11 games in the league where he scored 8 goals and helped the team keep their place in the league. He goes over his career with us a bit and how he came to Iceland to play football for 7 seasons. He is happy to have managed to help KF stay in the league and did his best. He is also grateful for the people in Fjallabyggð who treated him like a local. Sito has an impressive career in Iceland, where he has played 141 games and scored 43 goals with several teams. We thank Sito very much for the interview and send him our best regards.
Interview: Jose Site Seoane – KF. Q&A.
How did it come about when you first came playing in Iceland in 2015 to play for ÍBV in Vestmannaeyjar? Did you have an agent and did you know anything about Iceland at that time?
“The first time I heard about IBV happened to be when I was in Denmark training with a team called SKIVE that back then were in the first division, and while I was my agent at the time knew and was a former teammate of IBV coach at the time ( Jóhannes “Joey” Harðarson ) so they flew me over and after a couple of days received an offer from them to help them fight relegation since at the time the team was last in Pepsi and I gladly joined the team and helped them avoid relegation, which we did. “
“It was really the connection from my agent and the coach, but turned out to be a good decision for me in both personal and professional career.”
You have played for seven seasons in Iceland, did you thank you would stay so long when you first arrived to play for ÍBV and later Fylkir?
“I played a few seasons in other countries in between , but I’ve always ended up coming back to Iceland . It’s a country where I feel like I’m home , everyone has treated me well and made and make me feel like a stable place and for me a person and player that’s really important , and now I see myself in the future living and working in Iceland” .
The years 2017 and 2019 are not registered in Iceland, were did you play or work at that time?
“After my season in Fylkir, my former coach in Austin Paul Dalglish signed in Ottawa Fury ( a Canadian team playing in NASL and then USL Championship league in USA ) , he then offered me to join the club for a couple of season until I signed in Pepsi with Grindavík under Óli Stefán.”
“On 2019, after a season with Grindavík I received an offered from USA again , this time a brand new club called Chattanooga red Wolves in USL” .
How did it come about that you joined KF in 2023? Did you know the team or the coach?
“It was Edu Cruz because we played together in Grindavik and he knew about my personal situation back in Spain which is now solved , and I was playing in the Second Ref there from January until May to be fit while helping my family and he mentioned if I wanted to help the club fight relegation and be back in Iceland and in a healthy environment, which for me in key while joining a team . Then everything happened in a matter of 2 days and turned out to be a really good decision and we did a great job under Dori as coach.”
8 goals in 11 games for KF this summer. How many goals did you think you could get when you first signed for KF?
“As a player, I always have the same mentality, which is work as hard as I can and help the team in anyway it’s needed . The goal was clear which was to go there and help the team to avoid going down and stay in the league. I’m thankful and happy that we achieved that as a team”.
Will you be playing football this winter in Spain or working? Will you be back in Iceland next year?
“Even though I have a few offers to play in couple of teams back in Spain, my main focus right now is to keep working with my personal trainer to keep improving and be in the best shape possible for the near future, and for the next summer”.
Do you have any other work with the football while you have been in Iceland?
“Yes, I always like to be busy and I always have been working alongside playing football whether it’s doing some coaching, working in anything related with my studies or any type of job that helps me keep myself busy, and I think this is good for myself, because he helps me also to be in sync with the community”.
Do have any favorite game or goal for KF ?
“I have to say the first game I was able to play against Volsungur away. The main reason why I say this he was because he was a six point type of game and we needed to win in order to still have a chance of not losing the teams in the safe zone and I’m gonna go as well with the first goal that I scored in that game because it helped the team to get the three points we needed.”
Do you have any rutine for prepairing for a game?
“I usually do the same routine, which mainly is keep being focused in terms of nutrition, hydration and sleep. On top of that on the night before, and on the same day of the game, I try to have a positive mindset that helps me be ready to give my best .
I just want to end up by saying that I had a really good time playing in the north and the locals treated me like if I was one more. “