Jörðin Grundarkot í Héðinsfirði til sölu

Fasteignasala Akureyrar hefur til meðferðis sölu á jörðinni Grundarkot í Héðinsfirði. Óskað er eftir tilboðum í jörðina.  Stærð jarðarinnar er talið vera um 219 ha. samkvæmt mælingum Verkfræðistofu Siglufjarðar. Af þeirri stærð liggja 30-40ha á láglendi, en nokkur hluti landsins liggur í hjalla þar ofan á svæði sem vel mætti byggja á. Frá hinu forna bæjarstæði er mikið útsýni til Héðinsfjarðar og vatnsins sem dregur nafn sitt af honum. Vatnið er mjög stórt, eða nálægt 4 ferkílómetrar. Jörðin á land að Héðinsfjarðaránni.  Grundarkot á ekki land að vatninu, en á í því veiðirétt. Veiðifélag er um vatnasvæðið, en veitt er á 5 stangir. Mest er veitt af sjóbleikju en lax er þarna í talsverðu magni einnig. Landeigendur Grundarkots eiga rétt til veiða í net í vatninu og hefur sú veiði oft gefist vel.
Vegurinn um Héðinsfjarðargöng liggur um land grundarkots og er hann landamerki á norðan og grundará að sunnan.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Fastak.is.