Jordan valinn leikmaður ársins hjá KF

Lokahóf KF fór fram í gærkvöldi, en liðið lék sinn síðasta leik á Ólafsfjarðarvelli í gær á Íslandsmótinu í 3. deild. Liðið endaði mótið í 3. sæti, eftir mjög góðan endasprett síðari hluta móts, en liðið átti frekar erfiða byrjun í vor.

Leikmaður ársins var varnarmaðurinn Jordan Damachoua, hann lék 16 í deildinni í sumar og skoraði 1 mark.

Efnilegastur var Hrannar Snær Magnússon.  Hrannar lék 14 leiki í deild og bikar í sumar og skoraði 1 mark. Hrannar er 17 ára og kom til liðsins frá KA í vor, en lék með yngri flokkum KF.

Markahæstur var Björn Andri Ingólfsson með 6 mörk í 18 leikjum í deildinni og lék að auki tvo bikarleiki. Björn er 20 ára og kom á lánssamningi í vor frá Magna.

Nikulásarbikarinn í ár hlaut Hákon Leó Hilmarsson. Hákon spilaði 17 leiki í deildinni og skorað eitt mark. Hann lék einnig 2 leiki í bikarnum. Hákon hefur spilað 55 leiki fyrir meistaraflokk KF.