Jordan Damachoua farinn frá KF

Varnarmaðurinn Jordan Damachoua sem spilaði með KF í sumar er farinn aftur til Frakklands. Hann spilaði 16 leiki fyrir KF og skoraði 1 mark í sumar.  Hann var  valinn leikmaður ársins á lokahófi KF í haust.

Jordan er 27 ára og fæddur í Frakklandi. Hann kom frá liðinu Châteauneuf-sur-Loire sem spilar í Frönsku 3. deildinni í riðli C. Heimavöllur liðsins tekur 4000 manns og var því töluverð breyting að flytja til Fjallabyggðar sl. vor fyrir leikmanninn. Árið 2017 spilaði hann fyrir liðið Blois sem er í sömu deild og Châteauneuf-sur-Loire.