Jónsmóti í Dalvíkurbyggð aflýst

Undanfarna daga og vikur hefur mótanefnd Jónsmóts í Dalvíkurbyggð verið að fara yfir stöðuna og hefur komist að þeirri niðurstöðu að aflýsa Jónsmóti í ár.
Við þær samkomutakmarkanir sem nú eru í gildi væri ekki mögulegt að halda Jónsmót nema með verulega breyttum áherslum og þar sem að andi þessa móts er fyrst og fremst gleði, skemmtun og samverustund vina og fjölskyldna þá tekur mótanefndin best að aflýsa mótinu í ár.
Til stóð að halda mótið 5.-6 mars 2021.