Jónsmót er minningarmót um Jón Bjarnason sem haldið verður dagana 28. febrúar – 1. mars 2014 á Dalvík.  Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins. Mótið er ætlað 9-13 ára börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt verður í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi í 9-10 ára flokki, 50 m bringusundi í 11-13 ára flokki og svigi (2 umferðir). Verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund.

Dagskrá

Föstudagur 28. feb – Kvöldmót keyrt í ljósum

  • Kl. 17:00 Afhending númera og lyftukorta í Brekkuseli.
  • Kl. 18:30 Brautarskoðun 9-10 ára
  • Kl. 19:15 Start 9-10 ára (ath aðeins ein ferð)
  • Kl. 19:45 Brautarskoðun 11-13 ára
  • Kl. 20:30 Start 11-13 ára (ath aðeins ein ferð)

Verðlaunaafhending og blysför strax að keppni lokinni
Laugardagur 1. mars – Svig og sund

  • Kl. 10:00 Brautarskoðun 11-13 ára fyrri ferð
  • Kl 10:45 Fyrri ferð svig 11-13 ára
  • Kl: 11:15 Brautarskoðun 9-10 ára fyrri ferð
  • Kl: 12:00 Fyrri ferð svig 9-10 ára
  • Kl: 13:00 Brautarskoðun 11-13 ára seinni ferð
  • Kl: 13:45 Seinni ferð svig 11-13 ára
  • Kl: 13:45 Brautarskoðun 9-10 ára seinni ferð
  • Kl. 14:30 Seinni ferð svig 9-10 ára
  • Kl. 17:30 Start sund

Pizzuveisla, verðlaunaafhending og mótslit strax að sundi loknu.
Sunnudagur 2. mars er varadagur ef veður verður til vandræða.
Veitingar, verðlaunaafhending og mótsslit verða í andyri Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar (Sama húsnæði og sundlaugin er í) að móti loknu.