Jónsmessumót í strandblaki á Siglufirði

Jónsmessumót í strandblaki fer fram á Siglufirði, mánudaginn 16. júní.  Mótið byrjar kl. 21, en gæti færst fram ef mikil þátttaka verður. Dregið verður í lið fyrir mótið og munu tveir spila saman í hverju liði. Hvert lið mun spila fjóra leiki í það minnsta og er stefnan að hafa einn karlariðil og einn kvennariðil.