Jónsmessuhátíð á Hofsósi

Um helgina verður hin árlega Jónsmessuhátíð á Hofsósi með ýmsum uppákomum og föstum liðum. Hátíðin hefst í kvöld með opnun sýningar á verkum Hallrúnar frá Tumabrekku í grunnskólanum.

Laugardaginn 17. júní hefst með knattspyrnumóti á Hofsósvelli, myndasýningu að hætti Sillu Páls og tjaldmarkaði. Grillveisla er í hádeginu og eftir hana er hópreið hestamanna og góðakstur dráttarvéla og bændafitness.

Það verður nóg við að vera hjá börnunum en barnadagskráin hefst kl. 13:00. Andlitsmálun, hoppukastalar, fígúrur koma í heimsókn og kl. 14:45 verður tónlistarskemmtunin Frá Ara til Aladdín í Höfðaborg.

Fótboltaáhugamenn þurfa ekki að örvænta því leikur Íslendinga gegn Ungverjalandi verður sýndur á tjaldi í Höfðaborg kl. 16. Fjölskylduball verður kl. 20:00 og stórdansleikur kl. 23:00 þar sem hljómsveitin Spútnik leikur fyrir dansi. Það verður því mikið líf fjör á Hofsósi um helgina.

jonsmessuhatid-2016