Jónsmessuhátíð á Hofsósi

Jónsmessuhátíð á Hofsósi verður um helgina 16.-17. júní og hefst hátíðin með Jónsmessugöngu kl. 18:00 á föstudeginum. Mæting er við Höfðaborg og er gengið frá Stafnshóli að Miðhúsum um Axlarveg. Íslensk kjötsúpa er í boði kl. 19:00 og kvöldvaka kl. 21:00 þar sem Hrafnhildur Víglundsdóttir Voice stjarna kemur fram ásamt fleirum.

Hofsósingar bjóða heim í morgunkaffi milli kl. 10:00 og 12:00 á laugardagsmorgninum og knattspyrnumót hefst á Hofsósvelli kl. 10:30. Það verður margt til skemmtunar og skoðunar á Hofsósi á laugardeginum, myndlistarsýning, hópreið hestamanna, dráttarvélaakstur, leiktæki fyrir börnin, grillveisla í hádeginu og fjölskylduball kl. 16:00 Um kvöldið verður varðeldur og brekkusöngur í Kvosinni kl. 21:00 og ball í Höfðaborg kl. 23:00.