Jónsmessuhátíð á Akureyri

Jónsmessuhátíð verður haldin um næstu helgi á Akureyri. Dagskráin stendur frá kl. 12-23 á laugardag og frá 8.30-12.45 á sunnudag.

Upptaktur að hátíðinni var í gærkvöldi í Akureyrarkirkju þegar Brasshópur lýðveldisins lék af fingrum fram við góðar undirtektir gesta.

Af viðburðum á sjálfri Jónsmessuhátíðinni um helgina má nefna tónleika Stefáns Elís á þaki inngangsins á Listasafninu, vellíðunarflot í Sundlaug Akureyrar, kvöldsiglingu með Húna II, myndlistarsýningar og listamannaspjall, ljúfa sunnudagstóna með bæjarlistamanninum Ásdísi Arnardóttur og nemendum hennar við Sundlaug Akureyrar, dans í Minjasafnsgarðinum, tónleika af öllu tagi og alls konar uppákomur víða í námunda við miðbæinn.

Allar nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á Jonsmessuhatid.is.

Image preview

Image preview