Jónsmessublakmót á Siglufirði

Fyrri hluti Jónsmessumóts Kjarnafæðis í strandblaki fer fram í kvöld, föstudaginn 16. júní á strandblaksvellinum við Rauðku á Siglufirði. Í þessum fyrri hluta spila karlarnir en sex karlalið eru skráð til leiks og spila allir við alla. Fyrsti leikurinn hefst kl. 17:30 og áætlað er að síðasti leikurinn hefjist kl. 21:00.
Síðari hluti mótsins verður svo spilaður á miðvikudag eða fimmtudag og þá spila dömurnar.