Söngkonan og lagahöfundurinn Jónína Aradóttir er á hringferð um landið og heldur meðal annars tónleika á Arinstofunni á Sigló Hótel, föstudaginn 2. febrúar kl. 21:00. Hún var að gefa út sína aðra plötu og getur ekki beðið með að koma og spila lögin fyrir fólkið í Fjallabyggð. Jónína á mikið af góðum minningum frá Siglufirði sem barn þegar hún heimsótti ömmu Ninnu og afa Sæma. Hún vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum.
Laugardaginn 3. febrúar verður hún með tónleika á Akureyri á staðnum R5 kl. 21:00.