Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur ráðið Jón Braga Gunnarsson í starf forstöðumanns bókhaldsþjónustu. Alls sóttu níu um stöðuna.

Jón Bragi er viðskiptafræðingur og hefur víðtæka reynslu af fjárumsýslu og bókhaldi. Jón hefur m.a. starfað sem fjármála- og rekstrarstjóri hjá Verkval ehf, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu og hjá Akureyrarbæ bæði sem hagsýslustjóri og verkefnastjóri á fjármálasviði.

Jón Bragi mun hefja störf 3. nóvember næstkomandi.

 

Jón Bragi