Steinunn María Sveinsdóttir býr á Siglufirði og starfar á Síldarminjasafninu sem fagstjóri og hefur sinnt því starfi frá árinu 2014 en einnig unnið þar sem sumarstarfsmaður til fjölda ára.  Steinunn er sagnfræðingur að mennt.  Við fengum að spyrja Steinunni um hennar jólahefðir.

Jólaviðtal – Steinunn María Sveinsdóttir

 

 Hvað finnst þér best við jólin?

Aðventan og hugguleg samvera með þeim sem mér þykir vænst um.

Hvað kemur þér í jólaskap?

Jólaljós, kerti og konfekt.

Hvað borðar þú á jólunum?

Yfirleitt hamborgarhrygg.

Hvað finnst þér ómissandi að gera um jól og áramót? 

Tendra ljós á leiði dóttur minnar, lesa góða bók á náttfötunum á jóladag og borða nóg af konfekti.

Ferðu í kirkju um jólin?

Ég reyni að fara annað hvert ár.

Hvernig jólatré ertu með?

Sígrænt jólatré frá Skátunum.

Ferðu á brennu um áramótin?

Stundum. Það er ekki ómissandi hefð í mínum huga en í góðu veðri getur það verið mjög skemmtileg stund með börnunum. 

 

Ljósmyndir úr einkasafni Steinunnar, aðsendar.